Um Grænafl
Heimahöfn Grænafls er á Siglufirði, líflegum strandveiðibæ með mikla sögu tengda sjávarútvegi. Eigendur hafa víðtæka reynslu úr stjórnsýslu, útgerð og umsjón.
Kolbeinn Óttarsson Proppé er annar eigenda Grænafls og framkvæmdastjóri. Hann hefur víðtæka reynslu sem nýtist verkefninu vel, m.a. sem blaðamaður, ráðgjafi, alþingismaður og fulltrúi í Norðurlandaráði.
Freyr Steinar Gunnlaugsson er annar eigenda Grænafls. Freyr rekur útgerðarfélagið BG Nes á Siglufirði og hefur víðtæka reynslu úr sjávarútvegi.
Grænafl hefur hlotið styrk úr uppbyggingasjóði SSNE (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) og er hluti af Drift EA, eftir að hafa komist í gegnum viðskiptahraðal þar.
Helsti samstarfsaðili Grænafls er HS Orka, en einnig er Grænafl í samstarfi við Slippinn á Akureyri og Eflu verkfræðistofu. Þá hefur Grænafl skrifað undir MOU við Korean Maritime Institute, s-kóreska stofnun sem sér um það sem viðkemur sjávarútvegi þar í landi um þróun lausnar fyrir orkuskipti minni skipa. Sú lausn verður notuð bæði á Íslandi og í S-Kóreu. Þá er Grænafl í samstarfi við s-kóresku fyrirtækin Hanwha, YusinHR, JMP, Daehae Ship Engineering og RIMS.

