Ávinningur

Æ fleiri bátar hafa sótt á strandveiðar síðustu ár. Erfitt er að segja nákvæmlega fyrir um hve mikið magn olíu er notað á minni fiskiskipum, þar sem breytur eru margar; veðurfar, afli, hve hratt báturinn er keyrður, hve langt farið o.m.fl. Gróflega áætlað notar þó hver dagróðrarbátur á strandveiðum um 100 til 200 lítra af olíu íróðri. Strandveiðar eru heimilar tólf daga í mánuði í fjóra mánuði á ári, að því gefnu að aflinnendist svo lengi. Það þýðir olíunoktun upp á 4.800 til 9.600 lítra á hverju strandveiðitímabili. Þá er eftir allur annar veiðiskapur sem minni bátar stunda.Viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda við bruna olíu er 2,6 kg. CO2 pr. lítra af olíu. Rafvæðing eins strandveiðibáts mundi því spara losun upp á 23 til 46 tonn af CO2 á hverju strandveiðitímabili.

Gefin voru út 677 leyfi til strandveiða tímabilið 2020. Væri allur flotinn keyrður á rafmagni/endurnýjanlegum orkugjöfum mundi því sparast losun CO2 sem nemur allt að rúmlega 31.100 tonnum. Alls eru um 1200 bátar undir 15 brúttótonnum á skrá á Íslandi í dag og olíunotkun þeirra sennilega um 40.000 tonn. Heildarlosun þeirra getur því verið um 120.000 tonn.

Það er því ekki eftir neinu að bíða og Grænafl ehf. leggur sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni með orkuskiptum minni fiskiskipa.

Grænafl ehf.

Aðalgötu 34
580 Siglufirði

Hafa samband

695 0860
graenafl@graenafl.is